Þörf á fleiri herþotum

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, (t.h.) ásamt Hillary Clinton, utanríkisráðherra …
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, (t.h.) ásamt Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, í Berlín í dag. Reuters

Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri NATO, sagði á ráðstefnu utanríkisráðherra í dag að bandalagið þurfi á fleiri herþotum að halda til að taka þátt í hernaðaraðgerðunum í Líbíu.

Rasmussen sagði á ráðstefnunni, sem fram fer í Berlín í Þýskalandi, að engin bandalagsþjóð hefði boðist til að senda fleiri herþotur til landsins. Framkvæmdastjórinn kvaðst hins vegar vera bjartsýnn.

Hann sagði að NATO muni halda daglegum loftárásum sínum í Líbíu áfram og að skotmörkin væru hersveitir Múammars Gaddafis.

Anders Fogh Rasmussen kveðst vongóður.
Anders Fogh Rasmussen kveðst vongóður. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert