Fagna láti bin Ladens

Fagnaðarlæti brutust út víða í Bandaríkjunum í morgun eftir að fregnir bárust af láti hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens.

Þúsundir Bandaríkjamanna fylktu liði að Hvíta húsinu í Washington, þeir hrópuðu „USA, USA“ og veifuðu fánum.

Netheimar loguðu í nótt, yfir 4000 Twitter skilaboð voru send á hverri sekúndu þegar ávarp Obama Bandaríkjaforseta var sent út í nótt, þar sem hann skýrði frá því að leiðtogi Al-Qaeda væri látinn.

Samtök bandarískra múslíma fögnuðu fregnunum og sögðu tilveru bin Ladens hafa verið ógn við öryggi heimsins.

New York búar söfnuðust saman við grunna Tvíburaturnana og minntust þeirra sem létust fyrir hendi Al-Qaeda þann 11. september 2001.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert