Castro gagnrýnir víg bin Ladens

Bræðurnir Fidel og Raúl Castro.
Bræðurnir Fidel og Raúl Castro. Reuters

Fidel Castro, fyrrum leiðtogi Kúbú, gagnrýnir aðferðir Bandaríkjamanna við að ráða Osama bin Laden af dögum. Sagði Castro í kúbverskum fjölmiðlum í gær, að um væri að ræða  viðurstyggilegt morð, sem gæti haft þær afleiðingar að hatur og hefndarhugur í garð Bandaríkjanna aukist.

„Hvað svo sem bin Laden kann að hafa verið kennt um, er morð á óvopnaðri manneskju sem er umkringd fjölskyldu sinni viðurstyggilegur gjörningur,“ sagði fyrrum leiðtogi Kúbu.

Castro segir að Bandaríkjamenn muni á endanum gagnrýna gjörninginn eftir að sæluvíman verður liðin. Hann sé „fjarri því að vera til þess fallinn að vernda borgarana, afleiðingin sé margföldun á hatri og hefndarhug í þeirra garð.“

„Að myrða hann og sökkva honum til botns í hafinu sýnir ótta og óöryggi, (og) gerir hann að mun hættulegri persónu,“ sagði Castro um bin Laden.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert