„Alheimsbylting“ heldur áfram á Spáni

Mótmælendur á Puerta del Sol torgi í Madrid í gær, …
Mótmælendur á Puerta del Sol torgi í Madrid í gær, 20. maí 2011. Reuters

Önnur fjöldamótmæli eru skipulögð á Puerta del Sol torgi í Madrid í kvöld, en áætlað er að þar hafi 25.000 manns safnast saman í gærkvöld þrátt fyrir að tveggja sólarhringa bann við mótmælum hafi tekið gildi á miðnætti. Unga kynslóðin á Spáni er æfareið yfir vaxandi atvinnuleysi  og hefur  mótmælt um landið allt undanfarna viku.

Á morgun fara fram sveitastjórnarkosningar á Spáni þar sem búist er við því að sósíalistar missi völdin. Mótmælendur segja hinsvegar að þar með sé slagnum ekki lokið. „Við ætlum að halda áfram, vegna þess að þetta snýst ekki um kosningarnar á sunnudag, þetta snýst um félagslegan niðurskurð," hefur Afp eftir Carmen Sanchez, talskonu mótmælanna í Madrid.

Mótmælin, sem hófust 15. maí, hafa farið stigvaxandi með hverjum deginum og eru nú orðin þau umfangsmestu síðan fasteignabólan á Spáni sprakk árið 2008 og efnahagurinn hrundi í djúpstæða kreppu. El País áætlar að um 60.000 manns hafi mótmælt fram á nótt í gær.  Auk Madrid voru fjölmennustu samkomurnar í borgunum Barcelona, Valencia og Malaga. „Frá Tahrir til Madrid til heimsins alls, þetta er alheimsbylting" stóð á einu baráttuspjaldi í höfuðborginni í dag, en það var á Tahrir torgi í Kaíró sem byltingin í Egyptalandi náði hápunkti í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert