Mladic segist ekki hafa skipulagt fjöldamorð

Darko Mladic, Bosiljka móðir hans og Biljana eiginkona hans, heimsækja …
Darko Mladic, Bosiljka móðir hans og Biljana eiginkona hans, heimsækja Ratko Mladic í fangelsi Í Belgrad.

Sonur Ratko Mladics, fyrrverandi herstjóra Bosníu-Serba, hefur eftir föður sínum að hann hafi ekki komið nálægt því að skipuleggja fjöldamorð á múslinum í borginni Srebrenica árið 1995.

„Hann sagði, að hann tengdist ekki með neinum hætti því sem gerðist í Srebrenica," sagði Darko Mladic við blaðamenn eftir að hann hitti föður sinn í fangaklefa í Belgrad í morgun.

„Hann bjargaði svo mörgum konum, börnum og stríðsmönnum. (...) Hann fyrirskipaði að fyrst yrðu særðir, konur og börn flutt á brott og síðan hermenn. Hann ber ekki ábyrgð á því sem gerðist án hans vitnenskju."  

Stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur ákært Mladic fyrir þjóðarmorð, glæpi gegn mannkyninu og stríðsglæpi en hann er m.a. sakaður um að hafa staðið fyrir því að 8000 múslimar voru myrtir í  Srebrenica.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert