Lofa að rannsaka ásakanir um illa meðferð á dýrum

Lifandi kýr á leið frá Ástralíu til Indónesíu.
Lifandi kýr á leið frá Ástralíu til Indónesíu. Reuters

Stjórnvöld í Indóensíu hétu því í dag að rannsaka ásakanir um að dýr sættu afar illri meðferð í sláturhúsum landsins. Ástralar stöðvuðu í gær útflutning á lifandi sláturdýrum til 11 sláturhúsa í Indónesíu. 

En Prabowo Respatiyo Caturroso, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneyti Indónesíu, sagði að engin ákvæði væru í lögum þar í landi sem hægt væri að beita þótt í ljós komi að dýrunum sé misþyrmt í sláturhúsum. 

Uppnám varð í Átralíu í gær eftir að ríkissjónvarpið sýndi myndir, sem teknar voru í sláturhúsum í Indónesíu. Þar sáust starfsmenn sparka í nautgripi, stinga í augu þeirra, brjóta hala þeirra og skera þá á háls og láta þeim blæða út.  Joe Ludwig, landbúnaðarráðherra Ástralíu, sagði að þetta væri algerlega óviðunandi hegðun sem ekki væri hægt að líða.

Ástralar flytja út fjölda af nautgripum til slátrunar í öðrum löndum, mest þó til Indónesíu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert