Röskun á flugi í Ástraliu

Ástralska flugfélagið Qantas hefur fellt niður allar flugferðir til og frá borgunum Sidney, Melbourne og Canberra á morgun vegna öskuskýja frá eldfjalli í Síle. Þúsundir flugfarþegar komast ekki leiðar sinnar vegna stöðvunar á flugi.

Flugfélögin Virgin, Jetstar og Tiger líktog Qantas felldu niður flug til og frá Sidney, Canberra og Adelaide í dag vegna öskunnar. Talsmaður Qantas telur að félagið muni fella niður meira en 200 flugferðir á morgun.  

Eldfjallið Puyehue í Andesfjöllum tók að gjósa fyrir rúmlega hálfum mánuði og aska frá eldgosinu hefur borist til Eyjaálfu.  Hennar varð fyrst vart í Ástralíu og Nýja Sjálandi fyrir viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert