Níu öldungar dæmdir fyrir fjöldamorð

Dómstóll í Verona á Ítalíu dæmdi níu Þjóðverja í lífstíðarfangelsi fyrir þátt sinn í fjöldamorðum nasista á Norður-Ítalíu árið 1944. Flestir þeirra dæmdu eru komnir yfir nírætt.

Mennirnir voru hluti af deild innan nasistahreyfingarinnar sem hafði það að markmiði að brjóta á bak andstöðu Ítala. Í Modena héraði voru 140 Ítalir teknir af lífi. Níumenningarnir voru einnig dæmdir fyrir fjöldamorð í fleiri héruðum. 

67 ár eru liðin frá morðunum en þrír menn sem einnig voru ákærðir fyrir aðild að morðunum voru sýknaðir. Voru mennirnir einnig dæmdir til að greiða ættingjum fórnarlambanna skaðabætur.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert