Hryðjuverkasamtök segjast ábyrg

Reuters

Hryðjuverkasamtök sem kalla sig Ansar al-Islam virðist hafa lýst ábyrgðinni af sprengingunni í Osló fyrr í dag á hendur sér. Um er að ræða samtök sem bandarísk stjórnvöld segja að hafi tengsl við al-Qaeda hryðjuverkasamtökin. Þetta kemur meðal annars fram á vef Washington Post. Ekki hefur verið staðfest að svo sé.

Stofnandi Ansar al-Islam, Mullah Krekar, var handtekinn í síðustu viku í Noregi fyrir morðhótanir í garð norskra ráðamanna ef honum yrði vísað úr landi. Krekar, sem er íraskur Kúrdi, hefur búið í Noregi í um tvo áratugi þegar honum var veitt pólitískt hæli í landinu. Lengi hefur staðið til að vísa honum úr landi en ekki orðið af því.

Hugsanlegt er talið að ástæður sprengingarinnar og skotárásarinnar á eyju skammt frá Osló í kjölfarið kunni einnig að tengjast þátttöku Norðmanna í hernaðinum í Afganistan og Líbíu sem og birtingu norskra dagblaða á umdeildum teiknimyndum af Múhameð spámanni múslima fyrir nokkrum árum.

Uppfært: Fram kom á fréttavef BBC rétt í þessu að Ansar al-Islam, sem lýst hafi ábyrgð á hendur sér á sprengingunni í Osló og skotárásinni í nágrenni borgarinnar í dag, hafi ekki verið á bak við þær og er það haft eftir sérfræðingi í hryðjuverkamálum.

Umfjöllun á vef Washington Post

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert