Breivik tapaði máli gegn ríkinu

Breivik ásamt lögmanninum Marte Lindholm.
Breivik ásamt lögmanninum Marte Lindholm. AFP/Cornelius Poppe

Fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik tapaði máli sínu gegn norska ríkinu um að hann hefði sætt ómannúðlegri meðferð í fangelsi.

Dómurinn var kveðinn upp í Ósló, höfuðborg Noregs, í dag. 

Brei­vik, sem myrti 77 manns í hryðju­verk­um árið 2011, var vistaður í ör­ygg­is­fang­elsi fyr­ir tólf árum. Síðasta ára­tug­inn hef­ur hann sætt mik­illi ein­angr­un þar sem hann hef­ur m.a. ekki mátt dvelja meðal sam­fanga sinna.

Brei­vik tel­ur aðstæðurn­ar í fang­els­inu bæði ómannúðleg­ar og niður­lægj­andi, og brot gegn þriðju grein mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu. Stefndi hann norska rík­inu vegna þessa og krafðist þess að losna úr ein­angr­un.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert