Eyðing skóga ógnar gítarframleiðslu

Reuters

Forstjóri Gibson gítarframleiðandans óttast að ef svo fer sem fram horfir þá verði skortur á harðvið sem notaður er í framleiðslu á gíturum eftir tíu ár. Ástæðan er eyðing skóga og ótæpilegt skógarhögg.

Henry Juszkiewicz, forstjóri Gibson, sem framleiðir Les Pauls gítara, segir að  með eyðingu skóga og að sífellt fleiri skógum sé breytt í ræktað land, þýði að skortur verður á rósarvið, hlyn, svartvið, mahónívið og greni sem notað er í framleiðslu á gíturum.

Þetta geti þýtt endalok gítarsins eins og við þekkjum hann í dag. „Við verðum að bregðast skjótt við - því hann verður ekki til staðar eftir tíu ár," segir Juszkieqicz í viðtali við Independent.

Heimildarmyndin Musicwood, sem fjallar um þennan vanda, er í framleiðslu en hún er samstarfsverkefni gítarframleiðandanna Gibson, Fender, Martin og Taylor en henni er ætlað að styðja við bakið á baráttu Grænfriðunga um að draga úr skógarhöggi í Bandaríkjunum. Telja Grænfriðungar ef ekkert verði að gert muni harðviður heyra sögunni til. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert