Mikið um dýrðir á afmæli Castros

Fidel Castro.
Fidel Castro. Reuters

Mikið verður um dýrðir á Kúbu á morgun en þá hefjast hátíðahöld vegna 85 ára afmælis fyrrverandi forseta landsins, Fidels Castro. Ekki liggur fyrir hvort afmælisbarnið lætur sjá sig í veisluglaumnum, en hann kemur sjaldan fyrir almenningssjónir og mun verja mestum hluta tíma síns í ritstörf.

Hátíðahöldin hefjast með tónleikum, þar sem valdir listamenn frá Argentínu, Síle, Paragvæ og Úrúgvæ skemmta, auk kúbverskra listamanna. Af öðrum dagskrárliðum má nefna ballettsýningu,ýmsar  listsýningar og ljósmyndasýningu.

Gleðin nær hámarki á föstudag og á laugardag, en þá er afmælisdagur Castros. Þá verður galakvöld haldið í Karl Marx-leikhúsinu í Havanaborg.

Kjötkveðjuhátíðin í Havana verður haldin á sama tíma og afmælisveislan.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert