Þernan stefnir Strauss-Kahn

Nafissatou Diallo, tv., ræðir við Robin Summers, fréttamann ABC sjónvarpsstöðvarinnar.
Nafissatou Diallo, tv., ræðir við Robin Summers, fréttamann ABC sjónvarpsstöðvarinnar.

Herbergisþernan, sem sakað hefur Dominique Strauss-Kahn um nauðgunartilraun, hefur höfðað einkamál gegn honum og krefst ótiltekinna bóta fyrir árásina, sem hún segist hafa orðið fyrir. 

Lögmenn Nafissatou Diallo skrifa í stefnunni, að Strauss-Kahn hafi af ásetningi og með ofbeldi ráðist kynferðislega á Diallo, niðurlægt hana og brotið gegn kynfrelsi hennar.

Í stefnunni segir, að Strauss-Kahn hafi veitt Diallo áverka á kynfærum og öxl, rifið sokkabuxur hennar og gripið með ofbeldisfullum hætti í hnakka hennar.  

Þá er Strauss-Kahn sagður hafa flúið af hólmi eins og ótíndur glæpamaður og yfirgefið Sofitel hótelið í svo miklum flýti að enn voru leifar af tannkremi á kinn hans. Þá hafi hann einnig skilið eftir sig sæðisleifar og blóðugar handþurrkur. 

Lögmenn Strauss-Kahn hafa ekki tjáð sig um stefnuna.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert