Lagarde endurkjörin hjá AGS

Formlega var gengið frá því í gær að Christine Lagarde verði framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í fimm ár til viðbótar. Aleksei Mozhin, stjórnarformaður AGS segir að þar hafi skipt sköpum hversu sterkur og vís leiðtogi hún sé líkt og ítrekað hafi sýnt sig á fyrsta kjörtímabili hennar.

Á óvissutímum í efnahagslífi heimsins þá hafi Lagarde styrkt stöðu sjóðsins til þess að styðja við bakið á aðildarríkjum sínum.” Lagarde, sem er sextug að aldri, var áður fjármálaráðherra Frakklands en hún tók við starfinu hjá AGS í kjölfar afsagnar Dominique Strauss-Kahn, eftir að hann var sakaður um kynferðislegt ofbeldi í New York í maí 2011.

Christine Lagarde
Christine Lagarde AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK