Saleh snýr brátt til Jemen

Ali Abdullah Saleh, forseti Jemen, heitir því að snúa til Jemen innan tíðar, en hann hefur verið undir læknishendi í Sádi-Arabíu undanfarna mánuði eftir að honum var sýnt banatilræði. Hann segist ætla að sitja í forsetastól að minnsta kosti fram til ársins 2013.

„Öll lýðræðisríki lenda í erfiðleikum af og til, “ sagði Saleh í sjónvarpsávarpi til þjóðar sinnar. „Stjórnarandstæðingar vilja fá kosningar, en þeir vilja stofnun þjóðarráðs og herráðs. En við erum löglegir valdhafar til ársins 2013. Árið 2006 hugðist ég láta af völdum, en almenningur í Jemen bað mig um að sitja áfram, “sagði Saleh og klykkti út með kveðjuorðunum: „Verið þið sæl, við hittumst fljótlega í Jemen“.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert