Evran enn stöðugur gjaldmiðill

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Reuters

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, sagði í samtali við þýsku útvarpsstöðina Deutschlandfunk í dag að evran væri áfram stöðugur gjaldmiðill. Þannig hefði hún haldist stöðug gagnvart dollaranum þrátt fyrir þá efnahagserfiðleika sem hrjáð hafi evrusvæðið.

Schäuble bætti við að skuldastaða Bandaríkjanna væri verri en hjá þeim evruríkjum sem ættu við mesta erfiðleika að etja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert