Írena gengur á land

Yfirvöld almannavarna í Bandaríkjunum vara við því að fellibylurinn Írena geti sótt í sig veðrið síðar í dag þegar hann færir sig norður á austurströnd landsins. Heldur dró úr vindstyrknum í nótt. Ríflega tveimur milljónum manna var gert að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins.

Mike Brennen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöðinni í Miami, sagði í samtali við CBS að fremur bæri að horfa til þess að fellibylurinn nái yfir víðfeðm svæði og vari lengi en að dregið skuli hafa úr vindstyrknum.

Írena hefur verið færð niður um flokk og er nú skilgreind sem 1. flokks fellibylur en ekki 2. flokks fellibylur eins og áður. Fimm flokkar eru á kvarðanum sem stuðst er við.

Styrkur Írenu náði hámarki er hann fór í 44,7 metra á sekúndu en fellibylurinn fór svo niður í 40,3 metra á sekúndu.

Sjónvarpstökulið festir á filmu þegar Írena gegur á land í …
Sjónvarpstökulið festir á filmu þegar Írena gegur á land í Morehead City í Norður-Karólínu í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert