Gaddafi ekki velkominn til Alsír

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. Reuters

Alsír hefur nú bæst í hóp þeirra ríkja sem viðurkenna lögmæti þjóðarráðs Líbíu. Í yfirlýsingu, sem alsírsk yfirvöld sendu frá sér í morgun, segir að þau muni viðurkenna þjóðarráðið ef það myndi ríkisstjórn sem hefur víðtækan stuðning. Þau segja að aldrei hafi komið til greina að hleypa Gaddafi inn í landið með fjölskyldu sinni.

Nokkur spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna tveggja eftir að fjölskyldu Gaddafis var veitt hæli af mannúðarástæðum í Alsír og hafa uppreisnarmenn krafist þess að þau verði send aftur til Líbíu.

Utanríkisráðherra Alsírs, Mourad Medelci, segir að aldrei hafi komið til greina að veita Gaddafi hæli.

„Tilgátur um að herra Gaddafi gæti komið og bankað á dyr okkar komu aldrei til greina af okkar hálfu,“ sagði Medelci í viðtali við frönsku útvarpsstöðina Europe 1 í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert