Beygi sig ekki undir vilja Kína

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Desmond Tutu í Jóhannesarborg í …
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Desmond Tutu í Jóhannesarborg í júlí. Reuter

Aðgerðasinninn og Nóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu segir Suður-Afríku skjóta sig í fótinn, verði Dalai Lama neitað um landvistarleyfi til þess að halda Kínverjum góðum. Tutu hefur boðið Dalai Lama í mikla veislu í tilefni 80 ár afmælis síns 7. október.

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa enn ekki svarað því hvort þau hyggist hleypa Dalai Lama inn í landið en þau neituðu honum um landvistarleyfi árið 2009, þegar friðarráðstefna fór fram í Jóhannesarborg, undir þrýstingi frá Kína.

„Það er sorglegt að hugsa til þess að við sem höfum haft slíka reynslu af áþján, skulum ætla að beygja okkur fyrir harðstjórn sem vill ráða frelsi okkar,“ sagði Tutu í viðtali við Cape Times.

„Fyrir gamalmenni eins og okkur.. þetta gerir okkur bara sorgmædda,“ sagði hann.

Áætlað var að Dalai Lama myndi flytja opnunarávarp hátíðarhaldanna með fyrirlestri um friðarboðskapinn.

„Þetta er ekki maður sem er að koma til þess að hvetja fólk til þess að berjast. Hann ætlar að tala um frið og meðaumkun, um væntumþykju,“ sagði Tutu um vin sinn og Nóbelsverðalunahafann Dalai Lama.

Tutu sagðist þó vongóður um að stjórnvöld í Suðu-Afríku myndu sjá að sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert