Fjöldi látinna í Jemen rís

Nú er talið að tuttugu manns hafi fallið þegar jemenskar öryggissveitir létu byssukúlum rigna yfir tugþúsundir mótmælenda í höfuðborginni Sanaa í dag. Þá eru um fimm hundruð manns sárir eftir blóðbaðið þar sem háþrýstidælum og táragasi var beitt á friðsama mótmælendur.

Voru mótmælendur, sem krefjast afsagnar Saleh forseta, á leið frá Breytingatorgi þar sem þeir hafa tjaldað frá því í febrúar að miðborginni þegar öryggissveitir létu til skarar skríða. Af hinum særðu eru tuttugu og fimm sagðir í lífshættu af völdum skotsára og áverka eftir sprengjubrot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert