Með sprengju í túrban

Burhanuddin Rabbani.
Burhanuddin Rabbani.

Maðurinn sem myrti Burhanuddin Rabbani, fyrrverandi forseta Afganistan, var með sprengju í túrban. Hann sprengdi sprengjuna og sjálfan sig í loft upp.

Rabbani leiddi friðarviðræður við talibana fyrir hönd stjórnvalda í Kabúl. Hann tók á móti tveimur fulltrúum talibana í dag á heimili sínu, en þeir voru sagðir komnir til fundarins með „sérstök skilaboð“ frá talibönum. Það fylgdi einnig sögunni að þeir nytu mikils trausts.

Annar mannanna var með sprengju í túrban og sprengdi hana þegar hann nálgaðist Rabbani.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert