Berlusconi að hætta?

Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi.
Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Berlusconi. Reuters

Fréttavefur Daily Telegraph segir orðróm vera á kreiki um að Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hyggist segja af sér embætti og það jafnvel í kvöld. Kröfur um að hann segi af sér hafa færst í aukana í kjölfar þess að alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfismat ítalska ríkisins síðastliðinn þriðjudag.

Hins vegar kemur fram í fréttinni að það sé ekkert nýtt að Berlusconi sé krafinn um afsögn. Kröfur hafi verið uppi um það í langan tíma. Hins vegar reyni nú á forsætisráðherrann og ríkisstjórn hans að setja fram trúverðuga áætlun um aðgerðir í efnahagsmálum Ítalíu sem þurfi að byggjast á einkavæðingu, niðurskurði í opinbera geiranum og endurskoðun á lífeyriskerfi landsins. Takist það ekki kann að hitna enn frekar undir Berlusconi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert