Nesat veldur usla á Filippseyjum

Öflugur hitabeltisstormur, fellibylurinn Nesat, gekk inn yfir Filippseyjar í morgun að staðartíma og hefur valdið flóðum, rafmagnsbilunum og lamað atvinnulíf í höfuðborginni, Manila.

Manntjón hefur orðið af völdum óveðursins en vitað er um tvo látna og að minnsta kosti fjögurra er saknað. Er fellibylurinn nálgaðist skipuðu stjórnvöld á annað hundrað þúsunda manns í héraðinu Albay að koma sér á brott vegna flóðahættu.

Vegna rafmagnsleysis neyddist meðal annars kauphöllin í Manila til að loka. Óttast er að eyðilegging í landinu verði gífurleg af völdum byljarins en ekki verða öll kurl komin til grafara fyrr en að því yfirstöðnu. 

Nesat mun ganga yfir Filippseyjar og út á Suður-Kínahaf með stefnu á suðurhluta Kína. Þar er búist við veðrinu á fimmtudag. Veðurhæðin í storminum er allt að 170 km/klst.

Námsmönnum ekið heim eftir að skólahaldi var aflýst á Filippseyjum …
Námsmönnum ekið heim eftir að skólahaldi var aflýst á Filippseyjum vegna fellibylsins. reuters
Stúdentar á heimleið eftir að háskólum var lokað vegna Nesat …
Stúdentar á heimleið eftir að háskólum var lokað vegna Nesat í Quezonborg á Filippseyjum. reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert