Íbúar Evrópu kjósi forseta

Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Reuter

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schaeuble, ítrekaði í dag stuðning sinn við þá hugmynd að 500 milljónir íbúa Evrópu kjósi sérstakan forseta Evrópusambandsins. Sagði hann að kosning slíks forseta yrði skref fram á við sem myndi breyta Evrópu.

Ummælin lét hann falla í viðtali við vikublaðið Die Zeit, sem kemur út á morgun. „Ef við horfum til framtíðar þá er mun mikilvægara að hafa forseta Evrópusambandsins heldur en fjármálaráðherra Evrópu, þó ég hafi ekkert á móti þeirri hugmynd sem slíkri,“ sagði Schaeuble.

Aðspurður að því hvort kjósa ætti slíkan forseta í beinum kosningum svaraði ráðherrann: „Já. Það myndu vakna spurningar til að byrja með, eins og hverjir væru kjörgengir og hvaða tungumál þeir ættu að tala. En það er ekki aðalatriðið,“ sagði hann.

Schaeuble, sem er ötull talsmaður evrópskrar samvinnu, sagði enn fremur að kjör evrópsks forseta væri eftirsóknarverð framtíðarsýn og spor í átt að frekari samruna Evrópuríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert