Grískt greiðsluþrot eftir mánuð?

Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.
Daniel Hannan, þingmaður breska Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.

Breski þingmaðurinn Daniel Hannan telur að Grikkland lendi í greiðsluþroti eftir u.þ.b. mánuð. Hann segir að leiðtogar Evrópusambandsins séu staðráðnir í að leyfa landinu ekki að lenda í þeim aðstæðum fyrr en fyrirhugaður varanlegur björgunarsjóður evrusvæðisins verði kominn í gagnið. Þetta kemur fram í pistli á heimasíðu hans.

Hannan, sem situr á Evrópuþinginu fyrir breska Íhaldsflokkinn, bendir á að þrjú þing eigi enn eftir að samþykkja lög sem virkja björgunarsjóðinn. Búist sé við að þing Slóvakíu verði síðast til þess en það gæti dregist til 25. október næstkomandi.

Þá segir Hannan að hann búist við því að reynt verði að halda Grikklandi inni á evrusvæðinu þrátt fyrir að það lendi í greiðsluþroti. Það muni þó koma í ljós.

Pistill Daniels Hannan

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert