Minnast blóðugrar arfleifðar Kólumbusar

Maður í hefðbundnum búningi Mapuche manna í Sjíle.
Maður í hefðbundnum búningi Mapuche manna í Sjíle. Reuters

Þúsundir Sjílebúa, flestir af stofni Mapuche indíána, fylktu liði í mótmælagöngu í dag til að minnast þess að 519 ár eru liðin síðan þjóðarmorð  voru framin við komu Kristófers Kólumbusar til Nýja heimsins.

Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram að sögn yfirvalda, en þó sló í brýnu milli nokkurra tuga ungmenna og lögreglu,s em beitti táragasi og handtók 18 manns.

Mótmælin eru árleg í tilefni af landnámi Kólumbusar í Ameríku árið 1492 og þeirra voðaverka sem spænskir landvinningamenn beittu innfædda. Isolina Paillal, leiðtogi Mapuche manna í Sjíle, sagði að koma Kólumbusar hefði „markað upphafið að þjóðarmorði innfæddra Ameríkubúa“.  Hún fordæmdi jafnframt ríkisstjórn Sjíle fyrir að koma fram við Mapuche menn eins og „skrautmuni“.

Mapuche menn búa í suðurhluta Sjíle og mynda stærsta samfélag innfæddra í landinu, sem nemur um 6% sjílesku þjóðarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert