Vill bætt siðferði á Ítalíu

Benedikt páfi við messu.
Benedikt páfi við messu. Reuters

Benedikt páfi XVI hefur kallað eftir vettvangi fyrir siðferðilegar dyggðir á Ítalíu. Ákall páfa kemur í kjölfar frétta af kynlífshneykslum forsætisráðherrans Silvio Berlusconi sem hafa farið mjög fyrir brjóstið á kirkjunnar mönnum.

Páfi ítrekaði mikilvægi siðferðilegra gilda á fundi með innanríkisráðherra og nauðsyn þess að bregðast við efnahagsvanda þjóðarinnar

Páfi sagði kaþólsku kirkjuna ætla að vinna að því með stjórnvöldum að lina samfélagslega og efnahagslega óvissu á öllum sviðum ítalsks samfélags.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert