Gaddafi handsamaður eða látinn

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. MAX ROSSI

Fréttir frá Líbíu herma að Múammar Gaddafi hafi náðst í borginni Sirte og að hann sé særður á báðum fótum. Al Jazeera-fréttastofan segir frá því að óstaðfestar fregnir hermi að hann hafi látist af sárum sínum. Enn hefur ekki verið staðfest að fyrrverandi leiðtoginn hafi verið tekinn höndum.

Á vefsíðu sjónvarpsstöðvar stuðningsmanna Gaddafis er því haldið fram að fréttir af handtöku hans séu lygar og áróður undirsáta Nato.

Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, segir hins vegar að Gaddafi hafi verið tekinn höndum í Sirte, en uppreisnarmenn náðu borginni loks á sitt vald í morgun eftir langt umsátur.

Gaddafi komst til valda í Líbíu árið 1969 með byltingu sem herinn stóð fyrir. Hann stjórnaði landinu í 42 ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert