Gaddafi sagður látinn

Múammar Gaddafi.
Múammar Gaddafi. AP

Talsmaður líbíska þjóðarráðsins hefur staðfest að Múammar Gaddafi hafi fallið fyrir hendi uppreisnarmanna í lokaáhlaupi þeirra á borgina Sirte í morgun. Þá hefur AFP-fréttaveitan fengið farsímamynd sem yfirmaður hersveitanna hefur staðfest að sé af Gaddafi.

„Við tilkynnum heiminum það að Gaddafi hefur fallið fyrir hendi byltingarinnar. Þetta er söguleg stund. Þetta eru endalok harðstjórnar og einræðis. Gaddafi hefur mætt örlögum sínum,“ eftir haft eftir Abdel Hafez Ghoga, talsmanni bráðabrigðastjórnarinnar.

AP-fréttastofan hefur það eftir upplýsingamálaráðherra Líbíu að Mustafa Abdul-Jalil, leiðtogi bráðabrigðastjórnarinnar muni tilkynna það formlega innan skamms að Gaddafi sé látinn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert