Óvíst hver stjórnar í Íran

Hillary Clinton.
Hillary Clinton.

Tilraunir Bandaríkjamanna til þess að ná samkomulagi við Íran vegna kjarnorkuáætlunar landsins ganga brösuglega sökum þess að ekki er víst hver raunverulega stjórnar landinu er haft eftir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.

Clinton telur að Íran sé að breytast hægt og rólega úr alræði klerkastjórnarinnar í herstjórnarríki. Þrátt fyrir það segir hún að dyrnar séu opnar fyrir viðræðum við Íran.

Valdabarátta meðal ríkjandi afla í Íran gæti verið jákvæð fyrir þróun í landinu að mati bandaríska utanríkisráðherrans.

„Ég tel það geta verið tækifæri fyrir fólk í landinu til þess að hafa áhrif á framtíðarstjórn landsins,“ segir Clinton.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert