Staðfesti að evrusamstarfið sé undir

George Papandreou í kvöld.
George Papandreou í kvöld. Reuters

George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, staðfesti eftir fund með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands, og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í kvöld, að þjóðaratkvæðagreiðslan í desember snúist um evrusamstarfið. Fyrr í dag neitaði hann að evrusamstarfið væri undir.

Papandreou ræddi stuttlega við blaðamenn eftir fundinn og sagði að ríkja þyrfti samstaða í Grikklandi um þau skref sem tekin verða. Hann sjálfur trúi því að Grikkir vilji vera innan evrusamstarfsins, en það muni koma í ljós í næsta mánuði. Þá sagði hann að þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara fram 4. desember nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert