Grikkir hætta við þjóðaratkvæði

George Papandreou.
George Papandreou. STRINGER/BELGIUM

Útlit er fyrir að engin þjóðaratkvæðagreiðsla verði í Grikklandi um björgunarpakka ESB eftir allt saman. Sagði George Papandreou, forsætisráðherra, við ráðherra sína í dag að hann væri tilbúinn til að hætta við hana ef stjórnarandstaðan styður björgunarpakkann.

Reuters-fréttastofan hefur þetta eftir afriti af ræðu hans í dag sem afhent var fjölmiðlum. Er nú rætt um að koma á einhvers konar þjóðstjórn í landinu.

„Ég verð ánægður jafnvel þó engin þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram en hún var aldrei tilgangur í sjálfri sér. Ég er sáttur við að öll þessi umræða hafi í það minnsta komið vitinu fyrir marga,“ sagði Papandreou á neyðarfundi stjórnarinnar í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert