Dómari kaghýddi dóttur sína

Dómari í sýslu einni í Texas er nú til rannsóknar eftir að dóttir hans setti myndskeið á YouTube þar sem faðir hennar sést flengja hana með belti árið 2004.

Embættismenn segja að sýsludómarinn sé til rannsóknar. Myndskeiðið fer nú hraðförum um veraldarvefinn en karlmann flengja unglingsstúlku sem biður sér vægðar og heyrist ljótur munnsöfnuður í bland við flengingarnar. 

Hillary Adams segist hafa tekið myndskeiðið með myndavél sem hún faldi á kommóðu sinni. Þá var hún 16 ára gömul. Hún kvaðst hafa birt myndskeiðið til að hjálpa sér að halda áfram.

„Ég sagði: „Ég get sett myndskeiðið af þér að berja mig á Internetið." Og hann sagði: „Jæja, þú getur gert það ef það lætur þér líða betur.“ Svo ég gerði það,“ sagði Hillary Adams í símaviðtali.

William Adams sýsludómari sagði blaðamanni að hann sé maðurinn í myndskeiðinu og að hann hafi misst stjórn á skapi sínu þegar hann var að refsa dóttur sinni fyrir að hafa hlaðið ólöglega niður tónlist af netinu. 

„Í huga mínum hef ég ekki gert neitt rangt annað en að aga barnið mitt, eftir að hún var staðin að því að stela, og ég missti stjórn á skapi mínu, en ég ef beðist afsökunar. Þetta lítur verr út en það var. Það er saga á bakvið. Hún kemur fram á sínum tíma, allt í lagi,“ sagði William Adams.

Ákvæði í lögum gætu komið í veg fyrir ákæru en mögulega verður Adams færður úr dómarasætinu. Fjölmiðlar á svæðinu segja að Hillary Adams líði af heilalömun (CP).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert