16% Bandaríkjamanna undir fátækramörkum

Hópur fólks undir kjörorðinu Occupy Wall Street hefur mótmælt því …
Hópur fólks undir kjörorðinu Occupy Wall Street hefur mótmælt því hvernig fjármálaheimurinn skiptir orðið meira máli heldur en hinn almenni borgari Reuters

Alls lifir 49,1 milljón Bandaríkjamanna undir fátækramörkum, eða 16% þjóðarinnar, samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofu Bandaríkjanna. Þykja þessar tölur gefa réttari mynd af fátækt í Bandaríkjunum heldur en þær tölur sem stjórnvöld gefa upp þar sem þær byggjast á úreltum aðferðum við útreikning.

Samkvæmt tölum stjórnvalda eru 46,6 milljónir Bandaríkjamanna fátækir eða 15,2%. Samkvæmt nýju aðferðinni fækkar fátækum meðal blökkumanna og þeirra sem eru á leigumarkaði en hins vegar fjölgar fátækum meðal aldraðra og fólks af asískum uppruna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert