Ný stjórn í Grikklandi

Tilkynnt var um myndun nýrrar samsteypustjórnar í Grikklandi í nótt. George Papandreou, forsætisráðherra landsins, hefur samþykkt að víkja og verður arftaki hann valinn í dag. Kosningar munu fara fram 19. febrúar, en þangað til mun samsteypustjórnin sjá um stjórn landsins.

Þegar búið verður að útnefna nýjan forsætisráðherra mun Karolos Papoulias, forseti Grikklands, veita flokkunum grænt ljós til að mynda nýja samsteypustjórn.

Stefnt er að því að boða til kosningar þegar stjórnvöld verða búin að samþykkja björgunarpakka evruríkjanna, en fjármálaráðuneytið segir í tilkynningu að kosið verði 19. febrúar.

Forseti Grikklands bauð Papandreou og Antonis Samaras, sem er helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar, á sinn fund í gær til að fara yfir stöðu mála.

Papandreou hefur að undanförnu reynt að mynda þjóðstjórn sem tæki við af Pasok-flokknum. Samaras hefur hins vegar neitað að taka þátt í slíkri myndun nema með því skilyrði að Papandreou fari frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert