ESB einn daginn sameinað með evrunni

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. AP

Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, segir í viðtali við þýska dagblaðið Spiegel í dag að því betur sem til takist við að koma á stöðugleika á evrusvæðinu því fyrr muni „hinir sem eru enn utan svæðisins sjá kosti þessa sameiginlega gjaldmiðils.“

Hann segir ennfremur í viðtalinu að hann teldi að Evrópusambandið yrði einn daginn sameinað af einum gjaldmiðli þó það tæki sennilega eitthvað lengri tíma en áður hafi verið gert ráð fyrir.

„Það verður hins vegar sennilega fyrr en margir halda í dag á Bretlandseyjum,“ bætti hann við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert