Metallica óttast endalok evrusvæðisins

Þungarokkhljómsveitin Metallica á tónleikum.
Þungarokkhljómsveitin Metallica á tónleikum. Reuters

Bandaríska þungarokkhljómsveitin Metallica hefur ákveðið að flýta tónleikaferð sinni um Evrópu af ótta við að evrusvæðið kunni að liðast í sundur. Óttast hljómsveitin að ef til þess kæmi gæti það leitt til þess að erfitt gæti orðið fyrir hana að innheimta laun sín vegna tónleika í evruríkjunum.

Í stað þess að tónleikaferðin verði árið 2013 eins og upphaflega var áætlað ætlar Metallica að nota næsta sumar til þess að spila á tónleikum í Evrópuríkjum samkvæmt fréttavefnum Euobserver.com í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert