Fékk senda virka sprengju í pósti

Josef Ackermann.
Josef Ackermann. Reuters

Lögregla í Þýskalandi staðfesti í dag, að Josef Ackermann, forstjóri Deutsche Bank, hefði fengið senda virka bréfsprengju í pósti í gær.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem lögregla og saksóknarar í þýska fylkinu Hesse sendu frá sér í dag. Þar segir, að grunsamlegur böggull, stílaður á Ackermann, hafi borist höfuðstöðvum bankans í Frankfurt. Við rannsókn kom í ljós að böggullinn innihélt sprengju.

Lögreglan segist ekki geta gefið frekari upplýsingar um málið þar sem það sé í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert