ESB sameinað en Bretar ekki

Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite.
Forseti Litháens, Dalia Grybauskaite. Reuters

Forseti Litháens og fyrrum fulltrúi í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Dalia Grybauskaite, gagnrýndi Breta harðlega við fjölmiðla í morgun fyrir að hafa lagst gegn því að einróma samþykki næðist á milli ríkja sambandsins um breytingar á sáttmálum þess til þess að reyna að bjarga evrusvæðinu.

Grybauskaite sagði ESB vera sameinað í málinu en Bretar væru það hins vegar ekki. „Það er ekki ESB heldur Bretar sem eru sundraðir og eru fyrir utan ákvarðanatökuna. ESB er sameinað,“ sagði hún.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert