Ísraelar drepa feðga

Palestínskir feðgar létust og tíu aðrir óbreyttir borgarar særðust í loftárás Ísraelshers á hús í íbúðahverfi á Gasa á föstudag. Árás hersins var sögð beinast að þjálfunarbúðum Hamas við hlið hússins en nokkur hús í nágreninu brunnu eða skemmdust í árásinni. Flestir hinna særðu eru börn.

Hinn 37 ára gamli Bahjat al-Zaalan lést í árásinni sem gerð var snemma í morgun og sonur hans Ramadan lést af sárum sínum á sjúkrahúsi síðar að sögn palestínskra sjúkraliða. Sjö af hinum særðu eru börn, þar af eru tvö mjög alvarlega særð.

Herinn gaf upphaflega frá sér yfirlýsingu þar sem það var staðfest að tvær árásir hefðu verið gerðar á „hryðjuverkasvæði“ og var ekkert minnst á mannfall óbreyttra borgara. Síðar harmaði talsmaður hersins í yfirlýsingu að óbreyttir borgarar hefðu særst en kenndi stjórnendum Hamas um að starfa inni í íbúðahverfi.

Í kjölfar árásarinnar skutu herskáir Palestínumenn á Gasa tíu eldflaugum á suðurhluta Ísraels en enginn særðist og engar skemmdir urðu af þeim.

Kona syrgir við lík Bahjat Al-Zalan sem lést í árás …
Kona syrgir við lík Bahjat Al-Zalan sem lést í árás Ísraelshers í morgun. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert