Þriðjungi færri ferðast til Egyptalands

Mikið hefur verið um mótmæli í Egyptalandi.
Mikið hefur verið um mótmæli í Egyptalandi. Reuters

Stjórnvöld í Egyptalandi búast við að tekjur af ferðaþjónustu dragist saman um þriðjung á þessu ári. Ástæðan fyrir þessu eru mótmæli og pólitísk átök í landinu.

Stjórnvöld áætla að tekjur af ferðaþjónustu verði um 9 milljarðar dollara á þessu ári sem þýðir samdrátt um 30-35% milli ára.

Mikil mótmæli urðu í Egyptalandi í vor sem enduðu með því að Hosni Mubarak sagði af sér forsetaembætti. Nokkur hundruð manns létust í mótmælunum. Aftur urðu mikil mótmæli í lok nóvember og þá varð einnig mannfall. Þessi mótmæli hafa orðið til þess að mjög margir ferðamenn hafa hætt við að ferðast til landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert