Banna að afneita þjóðarmorði

Franska þingið samþykkti í dag lög sem banna að Frakkar afneiti því að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Viðbrögð Tyrkja við lagasetningunni eru hörð.

Samkvæmt frumvarpinu verður hægt að dæma mann í allt að eins árs fangelsi og háa sekt fyrir að  afneita þjóðarmorðinu. Lögin öðlast ekki gildi fyrr en efri deild þingsins samþykkir þau.

Tyrkir frömdu þjóðarmorð á Armenum á árunum 1915-1916. Sagnfræðingar telja að allt að 1,5 milljón kristnir Armenar hafi fallið. Tyrkir hafa alltaf neitað þessum ásökunum og halda því fram að fjöldi Tyrkja og Armenna hafi fallið í stríði milli þjóðanna.

Tyrkir hafa átt í viðræðum við Evrópusambandið í mörg ár um aðild að sambandinu. Þetta mál er eitt þeirra mála sem geta haft áhrif á umsóknina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert