Tekinn með hass á rauðu ljósi

Hass. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Hass. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Spænska lögreglan handtók í dag marokkóskan karlmann sem hafði yfir 400 kíló af hassi í fórum sínum. Fíkniefnin fundust þegar maðurinn var stöðvaður á sendibíl fyrir að aka yfir á rauðu ljósi. Verðmæti efnisins er talið vera jafnvirði tæpra 90 milljóna króna.

Lögreglumenn í Fuenlabrada, úthverfi Madridar, skipuðu manninum, sem er 36 ára gamall, að stöðva bíl sinn eftir að hann ók gegn rauðu ljósi. Þegar maðurinn steig úr bílnum lagði hann umsvifalaust á flótta en var hlaupinn uppi af lögreglu.

Þegar leitað var í bílnum fundust 406 kíló af hassi, auk hnífs og lista með nöfnum nokkurra hugsanlegra kaupenda að efnunum.

Miklu af hassi er smyglað í gegnum Spán frá Marokkó og algengt er að lögreglan leggi hald á mikið magn af efninu. Í síðustu viku tilkynnti spænska lögreglan að hún hefði upprætt hring fíkniefnasmyglara sem smyglaði hassi frá Marokkó til ýmissa Evrópulanda, aðallega til Frakklands og Ítalíu. Alls voru 53 handteknir og var lagt hald á 3,5 tonn af hassi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert