Romney með 2,7 milljarða í tekjur

Bandaríski forsetaframbjóðandinn Mitt Romney greiddi um það bil 3 milljónir dala í skatta af tekjum sem hann aflaði árið 2010. Þetta má ráða af skattframtali, sem hann birti í morgun en tekjur hans þetta ár námu 21,7 milljónum dala, nærri 2,7 milljörðum króna.

Romney birti skattframtalið og áætlun um skatta fyrir árið 2011 eftir að andstæðingar hans sökuðu hann um að reyna að fela tekjur og eignir. Málið hefur skaðað hann í forkosningum repúblikana að undanförnu en hann tapaði m.a. óvænt fyrir Newt Gingrich í forkosningum í Suður-Karólínu á laugardag.

Skattframtöl Romney sýna, að stærsti hluti tekna hans er fjármagnstekjur. Hann gaf nærri 3 milljónir dala til góðgerðarstarfsemi og Mormónakirkjunnar og leiddi það til þess, að skatthlutfall hans var innan við 14%. 

Newt Gingrich og Callista, eiginkona hans, greiddu tæplega milljón dala í skatt af 3,14 milljóna dala tekjum árið 2010 eða 31,5%.

Blöðin Wall Street Journal og Washington Post birtu fréttir af skattframtali Romneys í nótt en þessi blöð fengu afrit af þeim fyrst. Romney ætlar að fjalla nánar um málið á blaðamannafundi í dag.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
Subau Outback Lux Plus diesel 2016 til sölu
Subaru Outback Lux Plus diesel, 4x4 sjálfskiptur með beinskiptimöguleika flipask...
Malbiksviðgerðir - bílastæðamálun - vélsópun
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
ÚTI HRINGSTIGAR
Vantar stiga af svölunum ofan í garðinn ? Hringstigar 120, 140 og 160 cm þvermá...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Sun...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar/útskurður með leiðb. k...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...