Grikkir ósáttir við tillögur Þjóðverja

Reuters

Grískir embættismenn hafa brugðist reiðir við tillögum Þjóðverja um að Evrópusambandið taki yfir fjármál Grikkja. Ríkisstjórn landsins segir að hún verði að hafa yfirumsjón með eigin fjárlögum.

Samkvæmt tillögunum myndi fjármálastjóri ESB geta beitt neitunarvaldi væru fjárlögin ekki í takt við þau markmið sem alþjóðlegri lánardrottnar hefðu sett. Þá myndi Grikkland vera lagalega skuldbundið til að takast á við skuldir, áður en það gæti farið að snúa sér að öðrum verkefnum.

Framkvæmdastjórn ESB segist ætla að herða eftirlit með fjármálum Grikkja en að þau eigi að vera á forræði grískra stjórnvada, að því er fram kemur á vef BBC.

Þá hafa grísk stjórnvöld átt fundi með lánardrottnum til að ræða um samkomulag sem gæti rutt brautina fyrir annað neyðarlán. Talið er að lauslegt samkomulag getið náðst í næstu viku.

Grikkir verða að ná lendingu í málinu sem fyrst svo þeir geti fengið næsta hluta fyrra neyðarlánsins afgreiddan. Annars eiga þeir á hættu á að ríkið verði gjaldþrota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert