Risaháfur á land

Hann er engin smásmíði risaháfurinn sem pakistanskir sjómenn komu með á land í borginni Karachi í vikunni. Risaháfurinn fannst dauður í höfninni og var seldur hæstbjóðanda á um 2,3 milljónir króna.

Margir komu til að fylgjast með því þegar risaháfurinn var hífður á land en hann vó 7 tonn. Var dýrið svo þungt að stálvírar slitnuðu og kalla þurfti til risastóran krana til að koma kvikindinu úr sjónum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert