Hætt við evrufund í Brussel

George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands
George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands Reuters

Fundi fjármálaráðherra evruríkjanna og fjármálaráðherra Grikkland, sem fyrirhugað var að halda á morgun hefur verið aflýst. Þess í stað verður haldinn símafundur um frekari aðgerðir til björgunar Grikklands. Upprunalega stóð til að halda fundinn í Brussel.

Þetta staðfesti Jean-Claude Juncker, sem fer fyrir fjármálaráðherrum evruríkjanna, fyrir skömmu í samtali sínu við fréttamenn.

Ástæða þess að fundinum var breytt í símafund er sú að Grikkir hafa ekki uppfyllt þau skilyrði sem sett hafa verið af hálfu Evrópusambandsins fyrir nauðsynlegum björgunarpakka svo forða megi Grikklandi frá gjaldþroti.

Ýmis mál eru enn óleyst en meðal þeirra má nefna að Grikkir hafa ekki uppfyllt skilyrði um hvernig draga megi enn frekar úr útgjöldum en farið er fram á 325 milljóna evra niðurskurð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert