Sigla þangað sem Titanic sökk

Skipið Azamara er í minningarsiglingu um Titanic og mun í kvöld koma á staðinn þar sem skipið sökk í jómfrúarferð sinni fyrir 100 árum. Farþegarnir eru margir hverjir klæddir í föt sem voru í tísku á þeim tíma og er matseðillinn um borð keimlíkur þeim sem var í Titanic.

Skipstjóri Azamara, Jason Ikiadis, segir að veðurfarslega verði aðstæðurnar svipaðar og nóttina örlagaríku, 15. apríl 1912, þegar Titanic sökk. „Þær verða ekki nákvæmlega eins og fyrir 100 árum en það er samt mjög, mjög kalt úti. Ekki alveg eins kalt og var þá en alveg nógu svipað að mati þeirra sem munu standa úti á þilfari kl. 2:20 í nótt.“

Álitið er að Titanic hafi horfið ofan í hafið kl. 2:20 og á þeim tíma í nótt mun hljómsveit um borð í Azamara spila lagið sem margir telja að hafi verið síðasta lagið sem hljómsveitin um borð í Titanic lék áður en skipið sökk.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert