Fyrsti kínverski kvengeimfarinn

Kínverjar héldu í sinn fjórða mannaða geimleiðandur í mörgun.
Kínverjar héldu í sinn fjórða mannaða geimleiðandur í mörgun. AP

Kínverjar sendu sinn fyrsta kvenkyns geimfara á loft í morgun. Dagurinn í dag markar að mörgu leyti tímamót í umfangsmikilli geimferðaáætlun Kínverja þó ekki einungis vegna fyrstu konunnar heldur einnig vegna þess að í umræddri geimferð verða tvær kínverskar geimflaugar tengdar saman á sporbaug um jörðu. 

Lagt var af stað í fjórðu mönnuðu geimferð á vegum Kínverja. Um borð eru þrír geimfarar, þar af hin 33 ára Liu Yang. Hennar hlutverk er að framkvæma læknisfræðilegar rannsóknir á meðan á ferðinni stendur.

Til stendur að tengja mannaða geimfarið, sem ber nafnið Shenzhou-9, við geimfarið Tiangong-1 sem er ómannað og þegar á sporbaug um jörðu.

Geimferðin stendur yfir í 13 daga og er ein sú vandasamasta sem Kínverjar hafa staðið fyrir. Ef allt fer samkvæmt áætlunum er um mikilvægan áfanga að ræða fyrir Kínverja en þeir stefna að því að opna sína eigin geimstöð á sporbaug um jörðu árið 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert