Slógu heimsmet í dag

Þýska blaðið er eitt það vinsælasta í heimi.
Þýska blaðið er eitt það vinsælasta í heimi. mbl.is

Mest selda dagblað Evrópu sló heimsmet í dag, en þýska blaðið „Bild“ var prentað í 41 milljón eintaka. Sérstakri útgáfu var dreift á 41 milljón heimili í Þýskalandi í dag, en útgáfunni var dreift frítt.  Blaðið fagnaði 60 ára afmæli nú á dögunum.

„Ef við myndum stafla öllum eintökunum ofan á hvert annað, þá myndi staflinn ná 150 kílómetra upp í himininn,“ sögðu forsvarsmenn blaðsins.

Á hverjum degi lesa 12 milljónir manna Bild, en eintakið kostar aðeins 110 krónur og kaupa um 3 milljónir manna blaðið á hverjum degi.

Aðeins dagblöð í Japan eru meira lesin en þýska blaðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka